Nýr ráðherra með Íslandstengingu

Jeremy Hunt, nýr fjármálaráðherra Bretlands.
Jeremy Hunt, nýr fjármálaráðherra Bretlands. AFP/Adrian Dennis

Jeremy Hunt, sem í síðustu viku tók við embætti fjármálaráðherra í Bretlandi, hefur sögulega tengingu við Ísland. Faðir hans er Nicholas John Steynsham Hunt, skipherra í flota hennar hátignar forðum daga. Hunt stóð meðal annars í brúnni á freigátunni HMS Palliser sem var skjól breska togarans Milwood frá Aberdeen sem tekinn var við ólöglegar veiðar suður af landinu í apríllok 1963.

Togarinn Milwood var færður til hafnar í Reykjavík af varðskipsmönnum. Þá var sjóliðsforinginn Hunt horfinn á braut á freigátu sinni til Bretlandseyja með togaraskipstjórann John Smith um borð.

Lyktir málsins urðu þær að Smith var dæmdur til allhárrar sektargreiðslu, en þótti að öðru leyti sleppa vel. Þá var togarinn kyrrsettur nokkra mánuði í Reykjavíkurhöfn. Frá þessum atburðum segir í nýrri bók Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, Stund milli stríða – saga landhelgismálsins 1961-1971.

Umfjöllunina í heild sinni má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert