Ef ekki þarf að gera umhverfismat á framkvæmdum við tvær vindmyllur, sem Orkusalan hyggst reisa við Lagarfossvirkjun á Fljótsdalshéraði, mun fyrirtækið hefja rannsóknir á vindi með 30 metra háu mælimastri. Mælt verður í heilt ár og ef niðurstöðurnar gefa tilefni til að reisa vindmyllur, má búast við að framkvæmdir taki eitt og hálft ár.
Orkusalan er dótturfyrirtæki Rarik og rekur sex vatnsaflsvirkjanir. Fyrirtækið hefur áhuga á að auka orkuframleiðslu sína með nýtingu vindorku. Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri segir að litið sé til þeirra staða þar sem félagið er með starfsemi. Meðal kosta þess er að ekki þarf að leggja í miklar framkvæmdir við að tengja vindmyllurnar flutningslínum.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.