Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tuttugu beiðnir um leit að börnum og ungmennum í september. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir september 2022.
Ekki hafa borist jafn margar leitarbeiðnir eftir börnum síðan í september 2021. Þess ber þó að geta að um 29 prósent færri beiðnir hafa borist það sem af er ári miðað við síðustu þrjú ár.
Í heildina voru skráð 786 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í september. Brotum fækkað því töluvert á milli mánaða. Sem dæmi fækkaði ofbeldisbrotum í september miðað við í ágúst og jafnframt þjófnuðum, heimilisofbeldi og tilkynningar um eignaspjöll.
Jafnframt var ekkert stórfellt fíkniefnabrot skráð í september.
Í september voru þó álíka jafn margar tilkynningar um kynferðisbrot og í síðustu mánuðum. Tilkynnt var um kynferðisbrot tuttugu og einu sinni í september.