Blasir við að bjóða út rekstur Strætó

Magnús segir að við blasi að bjóða út rekstur Strætó. …
Magnús segir að við blasi að bjóða út rekstur Strætó. Erfitt hafi gengið og því ekki hægt að halda úti næturstrætó. Samsett mynd

Magnús Örn Guðmunds­son, stjórn­ar­formaður Strætó, seg­ir að við blasi að bjóða út rekst­ur Strætó. Erfitt hafi gengið og því ekki hægt að halda úti næt­ur­strætó. 

„Því miður voru það mik­il von­brigði hvernig nýt­ing­in var,“ seg­ir Magnús um nýt­ingu á næt­ur­strætó, sem fallið var frá ný­verið.

Magnús tek­ur fram að um hafi verið að ræða til­rauna­verk­efni sem farið hafi verið í af sam­fé­lags­legri ábyrgð vegna skorts á leigu­bíl­stjór­um eft­ir far­ald­ur­inn. 

„Virt­ist ekki duga til“

Mark­miðið virðist vera að fjölga not­end­um Strætó. Kvartað hef­ur verið und­an Klapp-appi og eng­ir greiðslupos­ar eru í vögn­un­um. Hefði þurft að bæta aðgengið?

„Ég held ekki. Við fylgd­umst með þessu frá degi eitt og það var mik­il vinna lögð í að fylgja þessu eft­ir og kanna hvað mætti bæta og hvernig væri raun­veru­lega hægt að gera þetta aðgengi­legra. Við hl­ustuðum á all­ar radd­ir í þeim efn­um og það virt­ist samt ekki duga til. Það þurfti miklu meiri fjölda.“ 

„Rekst­ur­inn er í mol­um“

Magnús seg­ir nýt­ingu á næt­ur­strætó hafa verið mun minni en von­ast var eft­ir. Næt­ur­strætó hafi verið það fyrsta sem ákveðið var að taka út, á meðan mik­il krafa er á fé­lag­inu um bætt­an rekst­ur. Stjórn Strætó bs. tók við í sum­ar. Áætlað var í vor að bjóða upp á næt­ur­strætó til reynslu út sept­em­ber.

„Þetta voru mik­il von­brigði að sjá síðan nýt­ing­una á þessu, bara leiðin­legt,“ seg­ir Magnús. 

„Rekst­ur­inn er í mol­um. Eigið fé er upp­urið, það má ekk­ert út af bregða. Það er talað um 1 til 1,5 millj­arð á ári til viðbót­ar til að láta þetta ganga frá ári til árs. Það þarf miklu meiri fjár­muni til að styrkja fé­lagið til lengri tíma,“ seg­ir hann og held­ur áfram:

„Það þarf að skipta út vögn­um og taka þátt í orku­skipt­um af ein­hverri al­vöru. Við erum í lífróðri. Við þurft­um að skoða alla þætti rekst­urs­ins og fel­um fram­kvæmda­stjóra að gera til­lögu um hvað megi gera. Jafn­vel meðfram því erum við að biðja um meira fé frá sveit­ar­fé­lög­um og rík­inu líka. En við þurf­um líka að taka til í okk­ar ranni. Við vilj­um auðvitað ekki skerða þjón­ustu nema að þessu marki í dag. Síðan þurft­um við að hækka far­gjöld en ég held það sé hvergi nærri nóg,“ seg­ir hann.

Skoða megi hvernig út­færsl­an verði til framtíðar en nær úti­lokað sé að halda enn úti næt­ur­strætó. Þá þurfi fólk að gera sér grein fyr­ir stöðu mála þegar talað er um Strætó:

„Sveit­ar­fé­lög­in sem eiga strætó segj­ast ekki vilja borga krónu meira í strætó. Enda er erfiður rekst­ur í öll­um sveit­ar­fé­lög­um,“ seg­ir hann. 

Skyn­sam­legra og betra að bjóða út rekst­ur­inn

Magnús seg­ir allt kalla á aukna út­hýs­ingu rekstr­ar­ins. Víða er­lend­is út­hluti op­in­ber byggðasam­lög útboðum og feli einkaaðilum rekst­ur­inn. 

„Þegar við erum kom­in í þetta öngstræti með rekst­ur­inn eft­ir Covid, eft­ir að allt eigið fé strokaðist út,“ seg­ir Magnús. Nauðsyn­legt sé þá að skoða frek­ari út­vist­un á rekstri Strætó til einkaaðila.

„Það er aug­ljós­lega skyn­sam­legra og betra miðað við öll þau gögn sem eru fyr­ir fram­an okk­ur,“ seg­ir Magnús. Fyrri stjórn hafi skoðað það vel og nú­ver­andi stjórn skoði það enn bet­ur og all­ir séu sam­mála um að betra sé að fara þá leið. Þá sé liðlega helm­ing­ur akst­urs­ins þegar í verk­töku og því sam­an­b­urður á út­vist­un og akstri á eig­in flota nær­tæk­ur.

„Við erum kannski með vagna á okk­ar veg­um sem stand­ast ekki skoðun með ald­ur. Meðal­ald­ur­inn á vögn­um okk­ar hjá okk­ur er mun hærri en hjá verk­tök­un­um. Úttekt KPMG sýn­ir fram á hversu hag­kvæm­ari rekst­ur­inn yrði, mun­ur­inn er í raun slá­andi. Kol­efn­is­fót­sporið er lægra enda flot­inn mun nýrri, og fleira. Hvergi á Norður­lönd­um reka sveit­ar­fé­lög­in strætó sjálf, þó þau fjár­magni að stærst­um hluta,“ seg­ir Magnús.

Krafa frá eig­end­um að láta rekst­ur­inn ganga upp

Það sé krafa frá eig­end­um að láta rekst­ur­inn ganga upp og við blasi að bjóða út rekst­ur­inn. Mik­il vinna hafi farið í að skoða kosti þess og galla.

„Í eig­enda­stefnu Strætó seg­ir að 40% af rekstr­ar­kostnaði eigi að vera greitt með far­gjöld­um. Það hef­ur sjald­an náð yfir 30% og nú er hann um 20%. Við erum að reyna að gera þenn­an rekst­ur betri,“ seg­ir Magnús. Eng­inn hafi notið þess að hækka far­gjöld og stjórn­in sé al­mennt hlynnt næt­ur­strætó.

„Þetta er frá­bært fyr­ir­tæki og það má efla það á marga vegu. Til dæm­is með því að bæta tækni­mál­in, eins og þú nefn­ir, enn frek­ar. Þetta tek­ur lang­an tíma og það er í raun óþolandi hvað þetta hef­ur tekið lang­an tíma. En við erum alla­vega með mjög gott starfs­fólk sem er að hlusta á not­end­ur og gera bet­ur,“ seg­ir hann í lok­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka