Eldvarnarefni mælast í hvölum

Sýni voru tekin í Hvalstöðinni sumarið 2018.
Sýni voru tekin í Hvalstöðinni sumarið 2018. Morgunblaðið/ÞÖK

Rannsóknir á sýnum úr langreyðum sem veiddar voru hér við land sumarið 2018 sýna að eldvarnarefni sem notuð eru í dag safnast upp í kúm og berast einnig til fóstra þeirra.

Eldri eldvarnarefni höfðu skaðleg áhrif á lífríkið og talið er að nýju efnin séu einnig skaðleg en niðurstöður hvalarannsóknanna eru taldar sýna að þörf sé á frekari rannsóknum á áhrifum þessara efna á líffræði sjávarspendýra.

Gísli Víkingsson, sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, sem lést síðastliðið sumar, er einn höfunda greinar um rannsóknina sem birtist í ritinu Environmetal Pollution

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert