Íbúar húsa við Klambratún eru afar óhressir með þá ákvörðun borgaryfirvalda að heimila uppsetningu á auglýsingaskilti við Lönguhlíð. Alls bárust 33 athugasemdir þegar uppsetning skiltisins var grenndarkynnt. Að baki mótmælunum eru fleiri einstaklingar því nokkrar athugasemdir voru í nafni húsfélaga. Íbúarnir höfðu ekki erindi sem erfiði og skiltið fer upp.
Málið var nýlega tekið til afgreiðslu í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur. Þar segir að sótt sé um leyfi fyrir uppsetningu auglýsingaskiltis á steyptri undirstöðu á borgarlandi vestanmegin Lönguhlíðar, sunnan við gatnamót að Bólstaðarhlíð.
Umfjöllunina í heild sinni má nálgast í Morgunblaðinu í dag.