Tveir skjálftar yfir þremur að stærð riðu yfir um 15 km norður af Grímsey fyrir hádegi í dag.
Sá stærri kom um klukkan hálfellefu. Hann var 3,8 að stærð og voru upptök hans á 13,9 km dýpi. Laust fyrir hádegi kom síðan skjálfti af stærðinni 3,3 og voru upptök hans á 14,2 km dýpi.
Tugir skjálfta á svæðinu hafa komið fram á mælum Veðurstofu Íslands í dag og hafa flestir verið á bilinu eitt til tvö stig.
Ekki er langt síðan ríkislögreglustjóri aflýsti óvissustigi vegna skjálftahrinu sem hófst úti fyrir Norðurlandi 8. september síðastliðinn.