Mikill viðbúnaður við Kirkjufell

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið að Kirkjufelli vegna slyss …
Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið að Kirkjufelli vegna slyss í fjallinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið að Kirkjufelli í Grundarfirði þar sem tilkynnt var um slys í fjallinu áðan.

„Það eina sem ég get sagt er að að þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyss í Kirkjufelli við Grundarfjörð. Þyrlan var á bakaleiðinni frá verkefni á Þórshöfn og er væntanleg á staðinn eftir tæpan hálftíma, eða um hálfsexleytið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Björgunarsveitir voru kallaðar út um hálf fjögur vegna slyssins og standa aðgerðir við fjallið enn yfir. Að sögn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar er mikill viðbúnaður við fjallið.

Heimildir mbl.is herma að um mjög alvarlegt slys sé að ræða.

Ekki hefur náðst í lögregluna á Vesturlandi, en fréttin verður uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert