Myndun hafnarbylgju möguleg

Páll Einarsson vísindamaður er í hópi margra vísindamanna sem halda …
Páll Einarsson vísindamaður er í hópi margra vísindamanna sem halda erindi á ráðstefnunni. Mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Fjórða alþjóðlega ráðstefnan um jarðskjálfta á Norðurlandi, NorthQuake 2022, var sett á Húsavík í gær. Ráðstefnunni lýkur á morgun. Um fjörutíu gestir sitja ráðstefnuna, bæði íslenskir og útlendir. Þar eru 27 erindi á dagskrá auk málstofa og skoðunarferða.

Eitt þeirra fjallar um gerð líkans af mögulegri myndun hafnarbylgju (tsunami) í kjölfar jarðskjálfta á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu. Aðalhöfundur er Fabian Kutschera. Verkefnið verður kynnt í dag.

„Það eru vísbendingar um að þetta hafi gerst oftar en einu sinni,“ segir Benedikt Halldórsson, jarðskjálftaverkfræðingur við Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. 

Umfjöllunina í heild sinni má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert