Í dag verður suðvestanátt, víða 5-10 m/s en 10-15 m/s á norðvestanverðu landinu. Skýjað verður vestan til og dálítil væta en búast má við að léttskýjað verði á austurhelmingi landsins og hiti verði á bilinu 3 til 8 stig, að því er segir í spá Veðurstofunnar.
Á morgun snýst í austanátt 3-8 m/s en 8-13 m/s verða við suðurströndina. Þá má búast við að það rofi til vestanlands, smáskúrir verði syðst á landinu en undir kvöld þykkni upp fyrir norðan og austan.