Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðist með ofbeldi gegn lækni á Heilsugæslustöðinni Miðbæ, þegar hann sinnti skyldustörfum sínum.
Veitti ákærði lækninum högg með hönd á hægri hlið höfuðs svo hann féll með höfuðið utan í vegg og hlaut líkamlega áverka, svo sem heilahristing og tímabundna heyrnarskerðingu. Skeði meint árás í júlí á síðasta ári.
Krafist er þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krefst brotaþolinn miskabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 1,5 milljón króna auk vaxta.