Ákærður fyrir árás á heilsugæslulækni

Maðurinn er ákærður fyrir líkamsárás á heilsugæslunni. Mynd úr safni.
Maðurinn er ákærður fyrir líkamsárás á heilsugæslunni. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Karl­maður á fimm­tugs­aldri hef­ur verið ákærður fyr­ir að hafa ráðist með of­beldi gegn lækni á Heilsu­gæslu­stöðinni Miðbæ, þegar hann sinnti skyldu­störf­um sín­um. 

Veitti ákærði lækn­in­um högg með hönd á hægri hlið höfuðs svo hann féll með höfuðið utan í vegg og hlaut lík­am­lega áverka, svo sem heila­hrist­ing og tíma­bundna heyrn­ar­skerðingu. Skeði meint árás í júlí á síðasta ári.

Kraf­ist er þess að ákærði verði dæmd­ur til refs­ing­ar og greiðslu alls sak­ar­kostnaðar. Þá krefst brotaþol­inn miska­bóta úr hendi ákærða að fjár­hæð 1,5 millj­ón króna auk vaxta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert