Borgarbókasafnið leggur til að starfsemi bókabílsins Höfðingja verði lögð niður í drögum að nýrri fjárhagsáætlun.
Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður segir Borgarbókasafn glíma við „mikla hagræðingarkröfu og niðurskurð í fjárhagsramma ársins“ og því hafi verið lagt til bókabílinn yrði lagður niður með öllu.
Bókabíllinn er orðinn 22 ára og því þyrfti að endurnýja hann. Það segir Pálína að myndi kosta um 100 milljónir samkvæmt útreikningum safnsins. „Það var ekki á döfinni að endurnýja hann, allavega ekki í ár. En við erum búin að biðja um þetta í nokkur ár.“ Hugmyndin hafi verið sú að ef bílinn yrði endurnýjaður þá yrði reynt að endurreisa starfsemina.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.