Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt erlendan karlmann í 15 mánaða fangelsi fyrir að reyna að smygla tæpu kílói af kókaíni til landsins.
Maðurinn, sem heitir Christoph Reschreiter og er frá Austurríki, var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í ágúst sl. þegar hann kom hingað frá Amsterdam en kókaínið fannst í farangri hans. Hann játaði sök.
Í dómnum segir, að af rannsóknargögnum málsins verði ekki séð að ákærði hafi verið eigandi fíkniefnanna en þó virðist sem hann hafi samþykkt að flytja efnin til landsins gegn greiðslu.