Dróni á flugi truflaði hestana

Hesthúsabyggð. Mynd úr safni.
Hesthúsabyggð. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar

Óskað var eftir aðstoð lögreglu í hesthúsabyggð í Hafnarfirði seinni partinn í dag vegna dróna á flugi rétt ofan við hesthúsin. Hafði dróninn truflað hestana, að sögn tilkynnanda.

Þá var einnig tilkynnt um þrenns konar innbrot og eitt húsbrot á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um innbrot í bifreið í grennd við Háaleiti annars vegar og í heimahúsi í miðbænum hins vegar. Þá var tilkynnt um innbrot á gámasvæði í Hafnarfirði.

Í Kópavogi hafði einstaklingur síðan farið inn í húsnæði en lét sig fljótt hverfa þegar hann varð var við að húsráðandi væri heima.

Neitaði að borga í strætó

Í öðrum fréttum var óskað eftir aðstoð lögreglu í verslun í hverfi 108 vegna einstaklings sem truflaði viðskiptavini. Þá var einstaklingur til vandræða í strætisvagni í Ártúni vegna einstaklings sem neitaði að greiða fargjald og var til vandræða.

Einnig var tilkynnt um mann sem neitaði að borga fargjald …
Einnig var tilkynnt um mann sem neitaði að borga fargjald í strætó. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert