Ekið var á dreng á reiðhjóli í gær og var hann í kjölfarið fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku til aðhlynningar. Hann virðist ekki hafa slasað sig alvarlega en meiðsl hans voru sögð minniháttar í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þar kemur einnig fram að ökumaður rafhlaupahjóls hafi ekið á og hlotið áverka. Ekki kemur fram hvort sá hafi verið fluttur til aðhlynningar á spítala eða ekki.
Lögreglufólk á stöð þrjú, sem sér um Kópavog á Breiðholt, handtók tvö ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Var annar þeirra valdur að umferðaróhappi og gistir fangageymslu. Báðir voru kærðir fyrir önnur brot til viðbótar.
Þá var manni ekið heim eftir að kvartað var yfir hegðan hans inni á veitingastað. Hann hafði m.a. rifið sig úr að ofan.