Kallað eftir úrbótum fyrir börn fanga

Kallað er eftir aðgerðum.
Kallað er eftir aðgerðum. mbl.is/Sigurður Bogi

Embætti umboðsmanns barna hefur sent bréf til dómsmálaráðherra til að vekja athygli á réttindum og stöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. Vitnað er í tvær skýrslur sem embættið lét vinna fyrir sig í sumar um börn fanga.

Embættið beinir því til ráðherra að ráðast í nauðsynlegar úrbætur, með það að markmiði að bæta stöðu barna sem eiga foreldri í fangelsi á Íslandi. Kallað er eftir sértækum aðgerðum og auknum fjárveitingum til Fangelsismálastofnunar.

Fram kemur að þörf sé á að endurskoða málefni sem tengjast fullnustu refsinga með hliðsjón af réttindum og hagsmunum barna. Þá þurfi að tryggja að upplýsingum sé safnað um þann fjölda barna sem eiga foreldri í fangelsi hverju sinni en enginn heldur utan um þær tölur sem stendur.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert