Móttökustöðin skapað umferð, öngþveiti og slysahættu

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir að grenndarstöðvar verði byggðar upp …
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir að grenndarstöðvar verði byggðar upp í hverfum bæjarins. Ljósmynd/Aðsend

Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs­bæj­ar, seg­ir bæj­ar­búa Kópa­vogs ekki þurfa að ótt­ast að geta ekki losað sorpið sitt þótt mót­töku­stöð Sorpu á Dal­vegi í Kópa­vogi verði lokað. Staðsetn­ing­in hafi nokkra ókosti í för með sér, svo sem öngþveiti og slysa­hættu.

„Þessi ákvörðun tek­ur ekki gildi fyrr en í sept­em­ber 2024. Í millitíðinni ætl­um við að byggja upp grennd­ar­stöðvar í hverf­um Kópa­vogs,“ seg­ir Ásdís. 

Ekki í sam­ræmi við gild­andi skipu­lag

Hún seg­ir veru mót­töku­stöðvar­inn­ar hafa skapað mikla um­ferð með til­heyr­andi öngþveiti og slysa­hættu. Starf­sem­in sé ekki í sam­ræmi við gild­andi aðal­skipu­lag sem ger­ir ráð fyr­ir versl­un og þjón­ustu á svæðinu.

Stöðin sé þá staðsett við Kópa­vogs­dal, eina af perl­um bæj­ar­ins. „Bæj­ar­bú­ar hafa kallað eft­ir því að þarna verði fjöl­breytt þjón­usta fyr­ir gang­andi og ak­andi. Við erum að hlusta á þau sjón­ar­mið og vinna sam­kvæmt gild­andi stefnu bæj­ar­ins,“ seg­ir hún. Mik­il­vægt sé að þar verði aðgengi að versl­un og þjón­ustu.

Lóðinni út­hlutað til bráðabirgða árið 1991

Í sam­starfs­samn­ingi meiri­hlut­ans í Kópa­vogi stend­ur að hugað yrði að flutn­ingi Sorpu en vera mót­töku­stöðvar­inn­ar á Dal­vegi er ekki sam­kvæmt aðal­skipu­lagi bæj­ar­ins.

Vek­ur þá Ásdís at­hygli á því að lóðinni hafi verið út­hlutað til bráðabirgða árið 1991, fyr­ir rétt rúm­lega þrem­ur ára­tug­um síðan.

„Þess vegna kom okk­ur í opna skjöldu að for­svars­menn Sorpu væru hissa á þess­ari ákvörðun þegar aðdrag­and­inn er þetta lang­ur,“ seg­ir Ásdís.  

Jón Viggó Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Sorpu, sagðist í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær ekki viss um að íbú­ar Kópa­vogs yrðu ánægðir með þessa til­hög­un, sem hann kallaði þjón­ustu­skerðingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert