Nýr umferðarvefur býður fjölda möguleika

Nýi vefurinn, umferdin.is, er tæknilegt rothögg að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.
Nýi vefurinn, umferdin.is, er tæknilegt rothögg að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Ljósmynd/Vegagerðin

„Þetta er gríðarleg breyt­ing, sér­stak­lega á færðarkort­inu sem nú er orðið þysj­an­legt,“ seg­ir G. Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is um nýj­an um­ferðar­vef Vega­gerðar­inn­ar, um­fer­d­in.is, sem hleypt var af stokk­un­um í morg­un.

Seg­ir G. Pét­ur nýja vef­inn mun snjallsíma­vænni en for­ver­ann. „Svo höf­um við breytt litakóðunum, nú eru hálku­blett­ir blá­ir, al­menn hálka dökk­blá og flug­hált er fjólu­blátt,“ út­skýr­ir hann.

Enn frem­ur sé nýi vef­ur­inn aðgengi­legri gegn­um venju­leg­ar tölv­ur, þar komi hliðardálk­ur með upp­lýs­ing­um sem áður þurfti músars­mell til að kalla fram. „Þar eru til dæm­is tíst um um­ferðina á því svæði og aðgang­ur að vef­mynda­vél­um Vega­gerðar­inn­ar. Nú er hægt að smella á veg­kafla og fá þá aðgang að næstu vef­mynda­vél á því svæði,“ held­ur hann áfram.

Breyt­ing­in mik­il vinna

G. Pét­ur seg­ir nýja vef­inn auk þess mun vænni flutn­ingsaðilum sem kanna þurfi þun­ga­tak­mark­an­ir á veg­um. Nú sé hægt að smella á einn hnapp til að sjá þun­ga­tak­mark­an­ir á öllu land­inu, nýi vef­ur­inn sé ein­fald­ari, aðgengi­legri og not­enda­vænni.

Hversu mik­il vinna ligg­ur á bak við svo um­fangs­mik­inn upp­lýs­inga­vef sem þenn­an, er starfsmaður eða jafn­vel starfs­menn yfir hon­um all­an dag­inn?

„Ja, það var gríðarleg vinna að breyta hon­um get ég sagt þér,“ svar­ar upp­lýs­inga­full­trú­inn. Upp­lýs­ingaflæðið sé hins veg­ar að mestu leyti sjálf­virkt, „þetta eru þær upp­lýs­ing­ar sem fólkið okk­ar er að safna sam­an um allt land, færðar­upp­lýs­ing­arn­ar til dæm­is og svo upp­lýs­ing­ar frá öll­um veður­stof­um og um­ferðargrein­um, þetta kem­ur allt sjálf­virkt,“ held­ur hann áfram.

Hve mik­il um­ferð skyldi þá vera um vef sem fjall­ar um um­ferð?

„Ég er ekki með nein­ar töl­ur svona í sím­tali en um leið og kem­ur vont veður marg­fald­ast um­ferðin um vef­inn, þá er ég að tala um tugi þúsunda heim­sókna, um leið og eitt­hvað ger­ist í veðri eða hvað um­ferð snert­ir fer fólk inn á þenn­an vef,“ seg­ir G. Pét­ur.

Sam­evr­ópsk­ur sam­skipt­astaðall

Nýi vef­ur­inn var kynnt­ur á morg­un­fundi Vega­gerðar­inn­ar í morg­un og fór Bergþóra Krist­ins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri þjón­ustu­sviðs, yfir helstu eig­in­leika nýs vefjar en Helgi Gunn­ars­son, verk­fræðing­ur í hafna­deild Vega­gerðar­inn­ar, kynnti við sama tæki­færi vef­inn sjó­lag.is sem verið hef­ur í notk­un um stund.

„Nýi vef­ur­inn, um­fer­d­in.is, mun leysa af hólmi hið vel þekkta færðarkort Vega­gerðar­inn­ar þar sem veg­far­end­ur hafa kynnt sér aðstæður á vega­kerf­inu hingað til. Nýi vef­ur­inn er mun nú­tíma­legri, færðarkortið er t.d. þysj­an­legt, og mun þægi­legra í notk­un í snjall­tækj­um. Nýr vef­ur mun einnig gefa tæki­færi til frek­ari framþró­un­ar,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Þá ræddi Robin Ten­hagen, full­trúi leiðsögu­tækja­fyr­ir­tæk­is­ins TomTom, um reynsl­una af því að nýta vefþjón­ust­ur Vega­gerðar­inn­ar en þær eru nú aðgengi­leg­ar í DATEX­II, sam­evr­ópsk­um sam­skipt­astaðli sem tek­inn var í notk­un ný­lega til að ein­falda er­lend­um leiðsögu­tækja­fyr­ir­tækj­um að birta færðar­upp­lýs­ing­ar og aðrar upp­lýs­ing­ar um ástand ís­lenska vega­kerf­is­ins í raun­tíma.

Hér má skoða nýja vef­inn

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert