Sjálfstæðisflokkur og Píratar bæta við sig

Fylgi Framsóknar, Samfylkingar, Miðflokksins, Sósíalistaflokksins og Viðreisnar breyttist lítið á …
Fylgi Framsóknar, Samfylkingar, Miðflokksins, Sósíalistaflokksins og Viðreisnar breyttist lítið á milli mánaða. mbl.is/Sigurður Bogi

Sjálfstæðisflokkur og Píratar hafa bætt við sig fylgi sem nemur tveimur prósentustigum síðan í september samkvæmt nýrri könnun Maskínu um fylgi stjórnmálaflokka í október.

Fylgi Vinstri grænna fer niður um eitt prósentustig og fylgi Samfylkingar um 0,8 prósentustig. Fylgi Framsóknar, Miðflokksins, Sósíalistaflokksins og Viðreisnar breyttist lítið á milli mánaða.

Ríkisstjórnarflokkarnir mælast þá samtals með 45,5% en stjórnarandstöðuflokkar með 54,5%. Í Alþingiskosningunum árið 2021 mældust ríkisstjórnarflokkarnir samanlagt með 54,4%. 

Könnunin fór fram dagana 30.september til 17.október 2022 og voru 1.638 svarendur sem tóku afstöðu í könnuninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert