Skjálftarnir fjær landi en áður

Tæplega 150 skjálftar komu fram á mælum í grennd við …
Tæplega 150 skjálftar komu fram á mælum í grennd við Grímsey í gær. mbl.is/Sigurður Bogi

Skjálftahrinan sem hófst 8. september úti fyrir Norðurlandi er ekki enn lokið en tæplega 150 skjálftar komu fram á mælum í grennd við Grímsey í gær. Þá hafa 20 skjálftar orðið á svæðinu frá miðnætti, að sögn náttúruvársérfræðings.

Tveir skjálftar yfir þremur að stærð riðu yfir fyrir hádegi í gærmorgun um 15 km norður af eyjunni. Sá stærri varð um klukk­an hálfell­efu. Hann var 3,8 að stærð og voru upp­tök hans á 13,9 km dýpi. Laust fyr­ir há­degi í gær kom síðan skjálfti af stærðinni 3,3 og voru upp­tök hans á 14,2 km dýpi.

Í lok september aflýsti ríkislögreglustjóri í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Norður­landi eystra óvissu­stigi al­manna­varna vegna jarðskjálfta­hrin­unn­ar.

Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur, hjá Veðurstofu Íslands, segir að verulega hafi dregið úr skjálftahrinunni sem hófst í september en hún komi þó enn fram í hviðum. Þá sé jákvætt að jarðskjálftarnir séu fjær landinu en þeir sem urðu við upphaf hrinunnar.

Skjálftarnir séu nú norðan við Grímsey en áður voru þeir suðaustan við eyjuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert