Spítalinn þarf að skerða þjónustu

Fjárveitingar næsta árs verða tæpir 85 milljarðar.
Fjárveitingar næsta árs verða tæpir 85 milljarðar. mbl.is/Unnur Karen

Að óbreyttu þarf Landspítalinn að skerða þjónustu sína á komandi ári. Runólfur Pálsson forstjóri segir í umsögn um fjárlagafrumvarp að slík staða sé alvarleg. Þá sé það áhyggjuefni að framlag til tækjakaupa hafi lækkað á undanförnum árum.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eiga fjárveitingar til rekstrar Landspítala að hækka um tæpa 3,5 milljarða og verða 84,9 milljarðar á næsta ári. Hækkunin stafar af endurmati á launalið og verðbótum og síðan framlagi vegna raunvaxtar upp á tæplega 1,3 milljarða en það samsvarar 1,4% af gjaldaheimild ársins 2022.

Í umsögninni er bent á að endurmat á þörf spítalans fyrir vöxt, vegna vaxandi öldrunar þjóðarinnar og fólksfjölgunar, sýni 2,2% raunvöxt, sem gera 2,9 milljarða eða 620 milljónir umfram það sem gert er ráð fyrir í frumvarpi.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert