Teknir með OxyContin í nærbuxunum

Mennirnir voru stöðvaðir við komuna til landsins í maí.
Mennirnir voru stöðvaðir við komuna til landsins í maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir karlmenn hafa verið fundnir sekir um innflutning á samtals 1.914 töflum af sterka verkjalyfinu OxyContin sem ætlað var til söludreifingar hér á landi. Hvorugur mannanna mætti við þingfestingu málsins og var það dæmt sem útvistarmál, en þeir eru báðir með pólskt ríkisfang. Hlutu þeir báðir sex mánaða fangelsi vegna málsins.

Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að þeir hafi flutt efnin, annars vegar 670 töflur og hins vegar 1.244 töflur með flugi frá Varsjá í Póllandi, en efnin höfðu þeir meðferðist í nærbuxum sínum. Fundu tollverðir efnin við leit á þeim við komuna til landsins.

Þar sem ekki tókst að birta þeir ákæru málsins var fyrirkall og ákæra birt í Lögbirtingablaðinu í september. Það varð þó ekki til þess að mennirnir tveir mættu fyrir dóm og var málið sem fyrr segir dæmt sem útvistarmál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert