Tveir fá tólf ár í saltdreifaramáli

Þungir dómar féllu í málinu.
Þungir dómar féllu í málinu. mbl.is

Tveir sakborningar í saltdreifaramálinu svokallaða voru dæmdir í tólf ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Málið varðar annars vegar innflutning amfetamínfökva í miklu magni og hins vegar kannabisræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu.

Áfrýjar til Landsréttar

Tveir fengu tíu ára dóm, Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Guðjón Sigurðsson, og mun hinn fyrrnefndi áfrýja, að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, verjanda hans.

„Miðað við sakfellingu míns skjólstæðings, þá munum við áfrýja,“ segir Sigurður. Málið snýst um að sök hafi verið yfir skynsamlegan vafa og gögn þurfi að styðja við slíkt.

Ekki liggur fyrir hvort aðrir sakborningar hyggist áfrýja niðurstöðu héraðsdóms.

Fær 12 ár fyrir kannabisræktun 

Þeir Halldór Margeir Ólafsson og Ólafur Ágúst Hraundal hlutu tólf ára dóm.

Guðlaug­ur, Guðjón og Hall­dór voru fundnir sekir fyrir að hafa staðið að inn­flutn­ingi á salt­dreifara hingað til lands með Norrænu frá Hollandi. Í honum voru fald­ir 53 lítr­ar af am­feta­mín­vökva. Var brotið framið í félagi með tveim­ur óþekkt­um er­lend­um aðilum.  Í sam­vinnu við óþekkt­an ís­lensk­an aðila fjarlægðu þeir am­feta­mín­vökv­ann úr salt­dreifar­an­um og fram­leiddu allt að 117,5 kg af am­feta­míni í sölu og dreif­ing­ar­skyni.

Guðjón, Hall­dór Mar­geir, Geir Elí Bjarna­son og Ólaf­ur Ágúst voru sakfelldir fyr­ir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot með því að hafa staðið sam­an að kanna­bis­rækt­un í úti­húsi í Rangárþingi ytra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert