116 með fleiri en eina umsókn

Húsnæði Útlendingastofnunar.
Húsnæði Útlendingastofnunar. mbl.is/Hari

„Á tæplega fimm ára tímabili, frá janúar 2018 til október 2022, lögðu 116 einstaklingar fram fleiri en eina umsókn um vernd hér á landi. Fæstir þessara einstaklinga höfðu yfirgefið landið áður en þeir lögðu fram síðari umsóknir heldur voru þeir enn staddir á landinu. Samkvæmt skráningum hjá Útlendingastofnun sendi stofnunin stoðdeild ríkislögreglustjóra í 27 tilvikum beiðni um flutning sama einstaklingsins oftar en einu sinni á ofannefndu tímabili.“

Svo segir í svari Útlendingastofnunar við spurningu sem vaknaði eftir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum staðfesti að dæmi væru um að einstaklingar, sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd hér á landi og er vísað frá, snúi aftur og sæki um vernd að nýju. Spurt var hve algengt það væri að þetta gerðist.

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert