Búast má við norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, stöku skúrum eða él við norðurströndina og sums staðar dálítilli vætu austan- og suðaustanlands. Bjartviðri er spáð á Suðvestur- og Vesturlandi og verður hiti á bilinu 0 til 7 stig, mildast verður syðst.
Norðaustan 3-8 m/s en 8-13 m/s verða við suðurströndina og á Vestfjörðum fram eftir degi.
Á morgun verður áfram hægur vindur, rigning á köflum sunnan- og suðvestanlands seinnipartinn og um kvöldið en þurrt í öðrum landshlutum. Ekki má búast við mikilli breytingu á hitastigi.