Mun brátt selja 20% hlut í Útvarpi Sögu

Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps sögu.
Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps sögu. mbl.is/RAX

Til stendur að selja 20% hlut í Útvarpi Sögu og er nú unnið að undirbúningu sölunnar. Þetta staðfestir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri og eigandi Útvarps Sögu, í samtali við Morgunblaðið. Hún segir mörg tækifæri fram undan í rekstri stöðvarinnar og vill m.a. styrkja dreifikerfið á landsbyggðinni.

„Ég stefni á að selja 20 prósent hlut, allavega það. Með því er ég að auka hlutafé en ekki síður að fá fleiri að borðinu. Þetta er jú svolítið erfitt fyrir einn einstakling,“ segir Arnþrúður og bætir við að hún hafi þegar fundið fyrir áhuga meðal hugsanlegra kaupenda, þrátt fyrir að eiginlegt söluferli sé ekki formlega komið af stað. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert