Opna Batahús fyrir konur sem hafa afplánað dóm

Ný aðstaða fyrir konur eftir afplánun.
Ný aðstaða fyrir konur eftir afplánun. mbl.is/Árni Sæberg

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, vígði í gær nýtt kvennaúrræði Batahúss, hvar konum sem hafa komið úr refsivist gefst kostur á að koma sér af stað út í samfélagið á ný, í vernduðu og vinsamlegu umhverfi. Auk ráðherra voru viðstödd, frá vinstri: Agnar Bragason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Tolli Morthens.

Stofnun Batahússins byggist á skýrslu sem starfshópur á vegum félagsmálaráðherra skilaði árið 2019. Var þar talin þörf á frekari úrræðum fyrir fanga eftir að afplánun lýkur. Boðið verður upp á húsaskjól gegn vægu verði en einnig aðstoð til þess að vinna úr fíknivanda og endurteknum afbrotum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert