Sex keimlíkir dómar voru birtir í gær á vefsvæði héraðsdóms Reykjaness, en í þeim öllum mætti sá ákærði ekki fyrir dóm.
Allar ákærurnar beindust gegn pólskum karlmönnum fyrir smygl á OxyContin töflum og öðrum ávana- og fíkniefnum.
Alls voru þeir sjö sem dæmdir voru fyrir smygl, hver þeirra með um 700-950 OxyContin töflur í fórum sér.
Mennirnir voru dæmdir í þriggja til sex mánaða fangelsi. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákærði fimm í maí og tvo í júlí.