Starfsemin flutt til ríkisins

Starfsemi Innheimtustofnunar sveitarfélaga var m.a. á Ísafirði.
Starfsemi Innheimtustofnunar sveitarfélaga var m.a. á Ísafirði. mbl.is

Áformað er að flytja starfsemi Innheimtustofnunar sveitarfélaga til ríkisins. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Þar segir að markmiðið sé að einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, en hlutverk stofnunarinnar er að innheimta meðlög. 

Þrír starfsmenn stofnunarinnar voru handteknir fyrr á árinu vegna gruns um að þeir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum í eigin þágu. 

Í úttekt Ríkisendurskoðunar segir að stjórnendur hafi gert tilraunir til þess að leyna upplýsingum og gögnum fyrir Ríkisendurskoðun og með því afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert