Þrír voru handteknir í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að lögreglunni barst tilkynning um slagsmál. Kröfurnar vörðuðu þó ekki líkamsmeiðingar heldur beinist rannsókn lögreglu gegn mönnunum að sölu fíkniefna og ólöglegrar dvalar á Schengen svæðinu. Voru mennirnir þrír vistaðir í fangageymslu í kjölfarið.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Einn var handtekinn á vettvangi eftir að lögreglu barst tilkynning um kannabislykt. Húsleit var framkvæmd og fíkniefni fundust.
Lögreglan hafði afskipti af manni á veitingastað vegna vörslu fíkniefna.
Þá hafði lögreglan afskipti af nokkrum ökumönnum hafa verið sviptir ökuréttindum eða sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna.