Þúsund sækja alþjóðlega björgunarráðstefnu i Hörpu

Um þúsund sækja ráðstefnuna, bæði innlendir og erlendir gestir, en …
Um þúsund sækja ráðstefnuna, bæði innlendir og erlendir gestir, en samtals verða um 50 fyrirlestrar í boði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og verndari Slysavarnafélagsins Landsbjargar, setti í dag ráðstefnuna Björgun sem fram fer í Hörpu.

Víðir Reynisson flutti síðan opnunarfyrirlestur um umhverfi almannavarna, stöðuna í dag og hvert stefnir í áskorunum til framtíðar.

Um þúsund sækja ráðstefnuna og koma víðsvegar að svo sem Nýja Sjálandi og Bandaríkjunum, að því er fram kemur í tilkynningu Landsbjargar. Björgun22 er á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og taka þátt yfir 50 innlendir sem erlendir fyrirlesarar með þekkingu á leit og björgun.

Ráðstefnan hefur verið haldin á tveggja ára fresti frá árinu 1990 og er því haldin í 14. skiptið í ár. Aflýsa þurfti ráðstefnunni sem var á dagskrá árið 2020.

Fram kemur í tilkynningunni að ráðstefnan er haldin í fjórum sölum, ýmist á íslensku og ensku, og samhliða fyrirlestrunum er viðamikil vörusýning með um 50 fyrirtækjum þar sem ráðstefnugestir geta kynnt sér úrval sem hentar viðbragðsaðilum.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og verndari Slysavarnafélagsins Landsbjargar, setti …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og verndari Slysavarnafélagsins Landsbjargar, setti Björgun í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert