Tvö flutningaskip í stað Norrænu

Norræna siglir milli Íslands, Færeyja og Danmerkur.
Norræna siglir milli Íslands, Færeyja og Danmerkur. mbl.is/Sigurður Bogi

Smyril Line mun leysa vöruflutninga frá Seyðisfirði með því að bæta tveimur litlum fjölnotaskipum félagsins inn í nýja siglingaáætlun, á meðan Norræna tekur sér frí frá siglingum til Íslands í vetur. Farþegaferjan Norræna siglir ekki til Íslands frá lokum desember til 20. mars á næsta ári og boðað er lengra hlé næsta vetur. Hún heldur þó áfram siglingum á milli Færeyja og Danmerkur.

Óskar Sveinn Friðriksson, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi, segir að ástæðan fyrir því að hætt er að sigla Norrænu til Íslands yfir háveturinn sé að þá séu litlir farþegaflutningar og Smyril Line vilji draga úr olíunotkun og þar með útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert