Lögreglan í Kópavogi og Breiðholti hafði í gær afskipti af ungmennum með loftbyssu sem veittust að þriðja aðila.
Í dagbók lögreglu segir að engin meiðsli hafi orðið en að Barnaverndaryfirvöldum og foreldrum hafi verið tilkynnt um atvikið.
Tveir voru kærðir fyrir vopnalagabrot í kjölfarið.