Í dag er spáð fremur hægri suðaustlægri eða breytilegri átt. Dálítil væta verður syðst á landinu, og einnig suðvestanlands í kvöld, annars bjart með köflum.
Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig yfir daginn, en vægt frost í innsveitum á Norðausturlandi.
Suðaustan 3-10 m/s verða á morgun, en 8-15 vestast. Dálítil rigning verður með köflum, en yfirleitt þurrt á Norður- og Norðausturlandi. Hlýnar heldur.