Tuttugu íslensk fyrirtæki í matvælaframleiðslu hafa sagt sig úr Samtökum iðnaðarins. Það gerðu þau í kjölfar þess að þau stofnuðu með sér nýjan hagsmunagæsluvettvang sem hlotið hefur heitið Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL). Í hópi þessara fyrirtækja eru stærstu matvælaframleiðendur landsins, s.s. Mjólkursamsalan, Kjarnafæði Norðlenska, landbúnaðarsvið Kaupfélags Skagfirðinga, Reykjagarður og landbúnaðarsvið Sláturfélags Suðurlands. Þá á Sölufélag garðyrkjumanna einnig aðild að samtökunum.
Formaður SAFL er Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri KS. Hann ræddi stofnun samtakanna í viðtali við Morgunblaðið þann 9. júní síðastliðinn og sagði þar að íslenskir bændur byggju við verri starfsskilyrði en starfsbræður þeirra í öllum öðrum löndum Evrópu og að samtökin hefðu sett sér það markmið að standa vörð um hagsmuni þeirra.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.