Deildarmyrkvi á þriðjudaginn

Sjónarspilið lýsir sér þannig að það virðist vanta lítinn hluta …
Sjónarspilið lýsir sér þannig að það virðist vanta lítinn hluta sólarinnar. Júlíus Sigurjónsson

Deildarmyrkvi er í kortunum fyrir þriðjudaginn, 25. október, sem mun byrja á Íslandi og enda við strendur Indlands. 

Deildarmyrkvi (e. partial solar eclipse) verður þegar sólin og tunglið eru ekki alveg í beinni línu og tunglið hylur sólina aðeins að hluta. Deildarmyrkvar sjást frá mun stærra svæði á jörðinni en almyrkvar og hringmyrkvar. 

Spáð er 19 prósenta myrkvun sólar, samkvæmt töflu Stjörnufræðivefsins, sem hefst klukkan 08:58 á Íslandi og færist svo yfir Evrópu, Norður-Afríku og Miðausturlöndin, á leið sinni til Indlands, þar sem deildarmyrkvans verður vart klukkan 13:02. 

Virðist vanta lítinn hluta sólar

Mælst er gegn því að fólk beini augum sínum beint og óvörðum að sólinni. Vilji það sjá deildarmyrkvan er mikilvægt að verja augun sín gegn sjónskaða með viðeigandi hlíðfðarbúnaði. 

Fyrir jarðarbúa lýsir sjónarspilið sér þannig að það virðist vanta lítinn hluta sólarinnar. 

Er um að ræða sextánda deildarmyrkva þessarar aldar, en einn slíkur varð fyrr á þessu ári. 

Búist er við að næsti deildarmyrkvi fari yfir Norður-Ameríku þann 8. apríl 2024, samkvæmt upplýsingum frá NASA. 

Mælst er gegn því að fólk beini augum sínum beint …
Mælst er gegn því að fólk beini augum sínum beint og óvörðum að sólinni. Vilji það sjá deildarmyrkvan er mikilvægt að verja augun sín gegn sjónskaða með viðeigandi hlíðfðarbúnaði. Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert