Ekki hægt að hafa ljósmyndarann undir vaskinum

Unnur Herbertsdóttir, sem býr á Hólmaströnd, faðmar Söndru, æskuvinkonu sína, …
Unnur Herbertsdóttir, sem býr á Hólmaströnd, faðmar Söndru, æskuvinkonu sína, innilega að sér. Ánægð með að hafa endurheimt hana en Unnur greindist nýverið með krabbamein. Hjá þeim stendur Jóhann Örn, sonur Unnar. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég sá þetta strax mynd­rænt fyr­ir mér og langaði að gera grein sem lýsti flutn­ing­un­um frá upp­hafi til enda,“ seg­ir Árni Sæ­berg, ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins, sem fylgdi hjón­un­um Magnúsi Magnús­syni og Söndru Vest­mann yfir hafið þegar þau fluttu frá Íslandi til Nor­egs á dög­un­um.

Hann byrjaði að mynda meðan þau voru að pakka fögg­um sín­um á Íslandi og þegar upp var staðið voru mynd­irn­ar orðnar fjög­ur þúsund. „Það var ekki auðvelt að velja,“ seg­ir Árni sposk­ur. 

Mynda­frá­sögn­in hafði al­gjör­an for­gang og Árni gat fyr­ir vikið lítið hjálpað til við fram­kvæmd­irn­ar ytra enda ómögu­legt að hafa ljós­mynd­ar­ann und­ir vask­in­um þegar besta mó­tífið knýr dyra. „Ég fékk vinnu­vett­linga við kom­una út en þeir eru ónotaðir.“

Sandra og Magnús í nýja garðinum sínum.
Sandra og Magnús í nýja garðinum sín­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg


Ekki svo að skilja að það hafi skipt sköp­um. „Sandra er ham­hleypa til verka og Elm­ar bróðir henn­ar sömu­leiðis. Eft­ir að hafa fengið sér tvo kaffi­bolla einn morg­un­inn vatt Sandra sér í að rífa niður hurðina á her­berg­inu sem ég svaf í, enda þótt ekk­ert lægi á því. Ég fékk bara gard­ínu í staðinn,“ seg­ir Árni hlæj­andi. „Þetta lýs­ir henni vel. Ég dá­ist að því hvað fram­kvæmd­irn­ar gengu hratt og vel fyr­ir sig.“

Nán­ar er fjallað um flutn­ing­ana í máli og mynd­um í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert