Fékk aðsvif og velti bílnum

Bílvelta varð í Austurgerði í Reykjavík um fimmleytið í morgun. Karlmaður á fimmtugsaldri fékk aðsvif við akstur og ók utan í með þeim afleiðingum að bíllinn valt á hliðina.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu slasaðist maðurinn ekki en þurfti á læknisaðstoð að halda vegna veikinda.

Í facebookfærslu slökkviliðsins kemur fram tölurnar hjá því hafi verið sjaldgæfar síðasta sólarhringinn í sjúkraflutningunum. Þeir voru 85 og þar af voru 35 forgangsflutningar. Á sama tíma voru átta boðanir á dælubíla, m.a. vegna vatnsleka og elda í gámum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert