Lamdi til fólks með stól í húsi Rauða krossins

Löggumyndir.
Löggumyndir. mbl.is/Eggert

Tilkynnt var um einstakling sem hafði veist að fólki í húsnæði rauða krossins í Hafnafirði. Er hann sagður hafa lamið til fólks með stól, en hann var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Tilkynntu háværar framkvæmdir

Þá gaf einstaklingur sig á tal við lögreglu og tilkynnti að hann hefði orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur, en gerandinn var farinn af vettvangi og málið er í rannsókn. 

Framkvæmdir sem hófust milli klukkan átta og níu í morgun, voru tilkynntar til lögreglu, en þeim fylgdi hávaði og slíkar framkvæmdir eru ekki leyfilegar fyrr en klukkan tíu um helgar. Verkstjóri stöðvaði vinnuna og beið til tíu þar til hann hófst handa á ný. 

Þjófnaður í verslun í Garðabæ

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í akstri, grunaður um ölvunarakstur. Einnig voru höfð afskipti af ökumanni sem var á óskráðri bifreið, með röng skráningarmerki. 

Tilkynnt var um þjófnað í verslun í Garðabænum, gerandi var á staðnum og var málið afgreitt með vettvangsskýrslu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert