Óvíst hvort móttökustöð Sorpu verði í Kópavogi

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar Ljósmynd/Aðsend

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, segir að fyrirhugaðar grenndarstöðvar sem byggja eigi upp í hverfum Kópavogs munu ekki uppfylla sömu þarfir og móttökustöð Sorpu á Dalvegi sinnir, en til stendur að loka þeirri móttökustöð í september 2024.

„Nei, auðvitað ekki að öllu leyti,“ segir hún í samtali við mbl.is. „En það sem við þurfum að hafa í huga er að Sorpa hefur tvö ár til að undirbúa flutning.“

Taka þurfi samtalið

„Í millitíðinni ætlum við annars vegar að huga að því undirbúa grenndarstöðvar í hverfum Kópavogs og svo hins vegar að huga að staðsetningu slíkrar stöðvar sem þá annað hvort samræmist okkar aðalskipulagi, ef það er staðsetning til staðar í Kópavogi.“

Það liggur aftur á móti ekki fyrir hvort móttökustöð Sorpu verði í Kópavogi eftir 2024.

„En svo líka þurfum við að eiga þetta samtal við nærliggjandi sveitarfélög. Það er í takt við það sem forsvarsmenn Sorpu hafa líka sagt og hvatt okkur að gera.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert