Allt að sjö stiga hiti í dag

Spáin á hádegi í dag.
Spáin á hádegi í dag. Kort/mbl.is

Spáð er suðaust­an og aust­an 3 til 10 metr­um á sek­úndu í dag, en 8-15 m/​s vest­ast á land­inu. Dá­lít­il rign­ing verður við suður- og vest­ur­strönd­ina, en víða bjart á Norður- og Aust­ur­landi.

Hiti verður á bil­inu 2 til 7 stig yfir dag­inn, en í kring­um frost­mark norðaust­an­lands.

Á morg­un verða aust­an 3-10 m/​s, en 10-15 m/​s syðst. Lít­ils­hátt­ar væta verður við suður- og aust­ur­strönd­ina, og vest­ast á land­inu í fyrstu, en þurrt í öðrum lands­hlut­um. Hiti breyt­ist lítið.

Veður­vef­ur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert