Allt að sjö stiga hiti í dag

Spáin á hádegi í dag.
Spáin á hádegi í dag. Kort/mbl.is

Spáð er suðaustan og austan 3 til 10 metrum á sekúndu í dag, en 8-15 m/s vestast á landinu. Dálítil rigning verður við suður- og vesturströndina, en víða bjart á Norður- og Austurlandi.

Hiti verður á bilinu 2 til 7 stig yfir daginn, en í kringum frostmark norðaustanlands.

Á morgun verða austan 3-10 m/s, en 10-15 m/s syðst. Lítilsháttar væta verður við suður- og austurströndina, og vestast á landinu í fyrstu, en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert