Í hverfi 221 í Hafnarfirði var tilkynnt um aðila sem var sagður vera að bjóða börnum sígarettur. Hann var farinn er lögreglu bar að garði.
Tilkynnt var um ölvaðan gest á hóteli í hverfi 105 í Reykjavík sem fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Hann gistir því fangageymslur þangað til rennur af honum víman.
Einnig barst tilkynning um annan ölvaðan aðila sem olli ónæði í bílastæðahúsi í miðbæ Reykjavíkur. Honum var vísað á brott af lögreglunni.
Umferðaróhapp varð á gatnamótum í hverfi 108 þegar tvær bifreiðar skullu saman. Þær eru báðar óökufærar og voru þær dregnar á brott með dráttarbifreið. Meiðsli voru minniháttar, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Fjórir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Einn þeirra var jafnframt sviptur ökuréttindum.
Tilkynnt var um aðila sem hafði fallið í jörðina sökum ölvunar í miðbæ Reykjavíkur. Hann hlaut áverka á höfði og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild til nánari skoðunar.
Tilkynnt var um tvo aðila með ónæði á stigagangi í hverfi 108. Þeim var vísað á brott.
Tilkynnt var um aðila sem hafði fallið af rafskútu. Hann var með ákverka á höfði og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild til aðhlynningar.
Kvartað var undan spólandi bifreiðum sem ollu hávaða í hringtorgi í hverfi 201 í Kópavogi. Ekkert slíkt var að sjá er lögregla mætti á vettvang.
Tilkynnt var um slagsmál í sama hverfi. Enginn var sjáanlegur þegar lögreglu bar að garði.