Blöskraði aðkoman – „Þetta var ógeðslegt“

Krzysztof segist aldrei hafa sérð jafnmikið af drasli á svæðinu.
Krzysztof segist aldrei hafa sérð jafnmikið af drasli á svæðinu. Samsett mynd

Krzysztof Bronszewski brá í brún þegar hann var úti að hlaupa í Reykjadal í gærmorgun, en hann segist aldrei hafa séð þar jafnmikið af rusli og fötum sem fólk hafði skilið eftir.

Hann ákvað að taka með sér draslið og henda því, en það hafi hins vegar verið svo mikið að hann náði aðeins að taka helminginn með sér.

„Þetta var ógeðslegt, þetta var allt of mikið og ég ákvað bara að taka myndir af þessu til að sýna fólki hvernig þetta lítur út,“ segir hann í samtali við mbl.is og bætir við að enginn hafi verið á svæðinu þegar hann kom að draslinu.

Krzysztof tókst að taka með sér um helming af draslinu …
Krzysztof tókst að taka með sér um helming af draslinu í Reykjadal. Ljósmynd/Facebook

Ekki í fyrsta sinn

Krzysztof, sem hleypur reglulega um svæðið ásamt hundinum sínum, Moris, segir þetta ekki vera í fyrsta sinn sem hann kemur að svæðinu og aðkoman er svona.

Hann segir að fyrir tveimur vikum hafi komið fólk og hreinsað allt svæðið. „Bara tvær vikur síðan og þetta er strax orðið svona.“

Krzysztof var úti að hlaupa með hundinum sínum, Moris.
Krzysztof var úti að hlaupa með hundinum sínum, Moris. Ljósmynd/Facebook

Við bílastæðin í Reykjadal eru ruslagámar og þangað fór Krzysztof og henti draslinu.

Hann bætir við að hann hafi nokkrum sinnum farið upp esjuna og hafi þar einnig tekið saman dót sem búið var að skilja eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert