Nauðlentu í Keflavík vegna barnshafandi konu

Vél American Airlines þurfti að nauðlenda í Keflavík í dag.
Vél American Airlines þurfti að nauðlenda í Keflavík í dag. AFP

Vél American Air­lines á leið frá Heathrow á Bretlandi til Chicago í Banda­ríkj­un­um þurfti að nauðlenda í Kefla­vík í dag vegna þess að fæðing hófst hjá barns­haf­andi konu um borð.

Sjúkra­bíll frá Kefla­vík mætti kon­unni í Leifs­stöð þar sem ástand henn­ar var metið og hún flutt á viðeig­andi stofn­un. Kon­an var geng­in stutt á leið, en líðan henn­ar var stöðug þegar hún var flutt á sjúkra­hús. 

Vél­in stoppaði í um tvær klukku­stund­ir í Kefla­vík og hélt af stað til Chicago rétt fyr­ir klukk­an fjög­ur síðdeg­is.

Einn farþega úr flug­inu greindi frá þess­ari óvæntu milli­lend­ingu á Twitter í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert