Vél American Airlines á leið frá Heathrow á Bretlandi til Chicago í Bandaríkjunum þurfti að nauðlenda í Keflavík í dag vegna þess að fæðing hófst hjá barnshafandi konu um borð.
Sjúkrabíll frá Keflavík mætti konunni í Leifsstöð þar sem ástand hennar var metið og hún flutt á viðeigandi stofnun. Konan var gengin stutt á leið, en líðan hennar var stöðug þegar hún var flutt á sjúkrahús.
Vélin stoppaði í um tvær klukkustundir í Keflavík og hélt af stað til Chicago rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis.
Einn farþega úr fluginu greindi frá þessari óvæntu millilendingu á Twitter í dag.
My flight to the Chicago today is currently making a surprise landing in Iceland due to a passenger going into labor
— JAMIE JO (@BananaJamana) October 23, 2022
I hope your baby is safe and you are well 💕
Sending lots of love your way!