Ríkisendurskoðun leggur til að ábyrgð á innheimtu meðlaga verði endurskilgreind og að innheimtumönnum ríkissjóðs verði falin ábyrgð á verkefninu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um úttekt á Innheimtustofnun sveitarfélaga.
Auk þess verði innheimtumönnum ríkissjóðs falið að meta þau verðmæti sem felast í kröfusafni stofnunarinnar. Ríkisendurskoðun telur rétt að kröfusafnið í heild flytjist til ríkisins með samkomulagi við eigendur Innheimtustofnunar. Endanlegt uppgjör vegna kröfusafnsins fari fram að tilteknum tíma liðnum.
Þá er lagt til að gerð verði sérstök greining á gagnagrunni núverandi innheimtukerfis, sem og þeim kerfum sem til staðar eru hjá innheimtumönnum ríkissjóðs. Það verði eftir atvikum gert í samstarfi við Tryggingastofnun ríkisins.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í gær.