Rúmlega þúsund skjálftar frá miðnætti

Þúsund skjálftar hafa mælst í Herðubreið frá miðnætti.
Þúsund skjálftar hafa mælst í Herðubreið frá miðnætti. mbl.is/Sigurður Bogi

Sjálf­virkt mæla­kerfi Veður­stof­unn­ar hef­ur mælt rétt rúm­lega þúsund skjálfta í og við Herðubreið frá miðnætti. Ein­ar Hjör­leifs­son, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, seg­ir virkn­ina vera tals­verða en að skjálft­arn­ir séu all­ir frek­ar litl­ir. 

Ein­ar seg­ir að óróa­púls hafi ekki greinst á svæðinu, en slíkt get­ur verið merki um áhlaup kviku und­ir yf­ir­borðinu sem ekki hafi náð alla leið upp á yf­ir­borðið. „Það er áfram dá­lít­il virkni og hef­ur haldið áfram í kvöld,“ seg­ir Ein­ar. 

Jarðskjálfti upp á 4,1 varð klukk­an 23.11 í gær­kvöldi um 2,5 km frá toppi Herðubreiðar og var hann sá stærsti frá því mæl­ing­ar hóf­ust á svæðinu árið 1991. Frá miðnætti í dag hafa mælst þrett­án skjálft­ar yfir 2 að stærð og einn yfir 3 að stærð, en sá varð klukk­an 07.44 og mæld­ist 3,3 að stærð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert