Landsmenn munu ólíklega fá að njóta þess að sjá deildarmyrkva klukkan 8.58 á morgun því útlit er fyrir rigningabakka og skýjahulu. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að lengi megi þó vona, því veðurspár hafi verið á reiki undanfarna daga.
„Það er helst á Norðvesturlandi sem fólk getur séð hann, en það er spurning hversu þykk háskýin verða þennan morguninn,“ segir Birgir.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.