Einelti aukist með tilkomu Snapchat og Tiktok

Sterk tengsl eru á milli samfélagsmiðlanotkunar og þunglyndis- og kvíðaeinkenna.
Sterk tengsl eru á milli samfélagsmiðlanotkunar og þunglyndis- og kvíðaeinkenna. Samsett mynd

Aukning á neteinelti samhliða auknum geðræðnum vandamálum ungs fólks gefa til kynna að netnotkun sé viðfangsefni sem vert er að taka til sérstakrar skoðunar m.t.t. geðrænna vandamála. Þá eru sérstaklega áberandi tvö stökk í aukningu á einelti, fyrst þegar Snapchat kemur fram á sjónarsviðið og seinna þegar Tiktok kemur fram.

Þetta segir Kristján Ketill Stefánsson, lektor í kennslufræðum við Háskóla Íslands. Á fimmtudag og föstudag stend­ur Fé­lags­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands fyr­ir ráðstefn­unni Þjóðarspeg­ill­inn, þar sem fræðafólk í ýms­um grein­um hug- og fé­lags­vís­inda grein­ir frá.

Á ráðstefnunni mun Ketill fjalla um niðurstöður rannsóknarinnar þar sem hann mun taka saman og sýna aukna vanlíðan unglinga sem tengist netnotkun.

„Einelti hefur aukist töluvert seinasta áratug en hefur komið í tveimur stökkum, á milli áranna 2012-2015 og svo aftur frá 2017 til dagsins í dag. Það vill þannig til að akkúrat 2012 kemur Snapchat fram á sjónarsviðið með deilingu hreyfimynda sem hverfa. Frá 2015 til 2017 stendur einelti í stað en töluverð aukning hefur átt sér stað frá 2017 einmitt þegar Tiktok er tekið í notkun,“ segir Kristján.

Minni notkun samfélagsmiðla minnkar þunglyndis- og kvíðaeinkenni

Kristján segir marga gruna að sterk tengsl séu á milli notkunar á samfélagsmiðlum og þunglyndis- og kvíðaeinkenna. Það hafi ekki verið hægt að sanna orsakatengsl fyrr en nýlega í erlendri rannsókn.  

„Ég hef verið að fara yfir samanburðartilraunir sem hafa verið gerðar á fullorðnu fólki sem sýna að viku pása frá Tiktok, Instagram, Facebook og Twitter sýna töluverða lækkun í þunglyndis- og kvíðaeinkennum. Þetta eru góðar tilraunir þar sem þarna er tilraunahópur og samanburðarhópur og eini munurinn á þessum hópum er að annar heldur samfélagsmiðlanotkuninni áfram og hinn hættir henni. Þetta er marktækur munur og má fullyrða að þessi lækkun í þunglyndis- og kvíðaeinkennum sé tilkomin vegna þess að fólk hætti notkun á samfélagsmiðlum,“ segir Kristján.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert