HMS fylgist með sölu á nikótíni

HMS er sjálfstæð stofnun en heyrir undir innviðaráðherra.
HMS er sjálfstæð stofnun en heyrir undir innviðaráðherra. mbl.is/Arnþór

Jóhann Ólafsson, framkvæmdastjóri rafmagns- og vöruöryggis hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir markaðseftirlit með nikótínvörum ganga vel þótt hann sjái slíkt eftirlit ekki sem hluta af kjarnastarfsemi stofnunarinnar.

Í sumar samþykkti Alþingi lög sem breyttu lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur á þann veg að níkótínvörur féllu undir þann lagabálk. Þannig myndu níkótínpúðar og annar sambærilegur varningur falla undir gildissvið laganna.

Með þessum sömu lögum var Húsnæðis- og mannvirkjastofnun falið markaðseftirlit með vörunum en það hafði áður heyrt undir Neytendastofu, sem fer áfram með eftirlit með auglýsingum um nikótínvörur.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert