Níu af hverjum tíu nýjum störfum í flokki klínískra

Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á tímabilinu 2016 til 2021 fjölgaði stöðugildum á Landspítalanum um 735 og af þeim voru um 86% á klínískum deildum og í klínískum verkefnum. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Landspítalinn tók saman um tölfræði mönnunar spítalans.

Í minnisblaðinu kemur fram að skipulagsbreytingar hafi getað valdið rangtúlkun og þar er vísað sérstaklega til sérnáms lækna sem ætli að sækja sér sérfræðiréttindi.

Læknar í sérnámi í flokki framkvæmdastjóra

„Í dag er haldið utan um sérnám lækna innan kjarna „framkvæmdastjórnar hjúkrunar og lækninga“, en vissulega eru sérnámslæknarnir dreifðir um klínískar deildir spítalans eftir námi og námsframvindu. 2021 voru þetta um það bil 220 sérnámslæknar, sem útskýrir aukningu innan þess kjarna,“ segir í minnisblaði spítalans.

Minnisblaðið tekur til fimm ára tímabils þar sem ýmislegt gekk á í rekstri spítalans og má þar nefna heimsfaraldur, brjóstarannsóknir að færast til spítalans frá Krabbameinsfélaginu, stækkun líknarþjónustu auk styttingar vinnuviku.

Snemma árs 2021 breytti heilbrigðisráðuneytið reglum um starfsheiti lækna. Starfsheitið kandídat var lagt niður og í stað þess kom starfsheitið læknir í sérnámsgrunni.

Breytan er þó sú að „læknir í sérnámsgrunni“ fær fullgilt lækningaleyfi þegar hann hefur störf en kandídat fékk áður lækningaleyfi eftir kandídatsárið. Því fjölgaði læknum með lækningaleyfi sem því nemur. Auk þess hefur sérnám lækna aukist töluvert, sem skýrir enn frekari fjölgun stöðugilda hjá kjarna framkvæmdastjórnar hjúkrunar og lækninga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert